Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Myndir úr kjarnakljúfi tvö. mynd/tepco Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45
300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00