Vaðlaheiðargöng fjölga fjölskyldum í Fnjóskadal Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2017 18:00 Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15
Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56
Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42