Kóreski uppvakningurinn með frábæra endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. febrúar 2017 06:59 Vísir/Getty Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45