Besti vallarstjóri Íslands í dag: Mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:01 Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira