Körfubolti

Golden State sleppir ekki takinu á Clippers | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Golden State Warriors vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Clippers, 133-10, á útivelli. Þetta er níundi sigur Golden State gegn Clippers í röð en síðarnefnda liðið er í fjórða sæti vestursins, tólf sigrum á eftir toppliðinu.

Eftir ellefu þrista leik fyrr í vikunni var Steph Curry aðeins rólegri í nótt og hitti aðeins úr þremur þriggja stiga skotum af tíu. Hann skoraði aftur á móti 29 stig og var stigahæstur í sínu liði auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar.

Kevin Durant var nálægt þrennu með 26 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst en Klay Thompson skoraði 21 stig og hitti úr þremur af sex þriggja stiga skotum sínum.

Blake Griffin var stigahæstur Clippers-liðsins með 31 stig auk þess sem hann tók átta fráköst en besti sjötti maður deildarinnar, Jamal Crawford, kom sterkur inn af bekknum með 21 stig.

Dwight Howard fór á kostum fyrir Atlanta Hawks er hann sneri aftur í fyrsta sinn til Houston þar sem hann spilaði síðast. Hann stóð uppi sem sigurvegari með sínu liði en í endurkomu hans til Houston vann Atlanta endurkomu sigur, 113-108, eftir að vera meðst 25 stigum undir.

Howard skoraði 24 stig og tók 23 fráköst en Tim Hardaway Jr. var stigahæstur gestanna með 33 stig.

James Harden skoraði 41 stig fyrir Houston auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar en Houston-liðið er í þriðja sæti vestursins, tveimur sigrum á eftir San Antonio Spurs sem vann í nótt.

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards - LA Lakers 116-108

Houstno Rockets - Atlanta Hawks 108-113

San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 102-86

Golden State Warriors - LA Clippers 133-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×