Maðurinn sem grunaður er um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá féllst dómurinn jafnframt á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi einangrun.
Skipverjinn er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt.
Hinum manninum í málinu, kollega mannsins af Polar Nanoq sem var farþegi í bílnum, verður sleppt í dag en hann hefur þó enn réttarstöðu sakbornings, að sögn Gríms Grímssonar, sem stýrir rannsókn málsins.
Lögregla mat það einnig sem svo að ekki væri þörf á að fara fram á farbann yfir manninum. Hann er nú í dómsal þar sem hann mun staðfesta þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu.
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Fara ekki fram á farbann yfir skipverjanum sem verður sleppt
Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu.

Skipverjinn leiddur fyrir dómara
Farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald.

Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi
Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra.