Skipuleggjendur tískuvikunnar í New York ósáttir með Kanye West Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 12:30 Kanye West. Mynd/Skjáskot Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans. Mest lesið Ertu í ruglinu í ræktinni? Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Fossar í Grand Palais hjá Chanel Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour
Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans.
Mest lesið Ertu í ruglinu í ræktinni? Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Hvað er Met Gala? Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Fossar í Grand Palais hjá Chanel Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour