Samdi lagið út frá persónulegri reynslu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói. Eurovision Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói.
Eurovision Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp