Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 84-55 | Öruggur Keflavíkursigur í grannaslagnum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 1. febrúar 2017 21:15 Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum