Óttast svartan markað með nikótínolíu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03
Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00
Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels