Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 07:47 Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54