Af hverju rafmagn í samgöngur? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun