Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:45 Jouban fagnar sigri á Richard Walsh fyrir tveimur árum. Vísir/AFP Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45
Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00
Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00