Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 21:03 Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Rafrettur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast.
Rafrettur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira