Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 21:03 Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Rafrettur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast.
Rafrettur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira