Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:13 Jón Arnór Stefánsson skoraði 19 stig í dag. vísir/andri marino "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Fleiri fréttir Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Sjá meira
"Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Fleiri fréttir Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli