Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00