„Varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 14:30 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. vísir/anton brink Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér. Alþingi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, gerði þingpallana á Alþingi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins í dag. Kvaðst hann sjálfur hafa komið reglulega á pallana þegar hann var óbreyttur borgari en bar þeim ekki sérstaklega vel söguna. „Ég get sagt það að það er varla verri staður á landinu til að fylgjast með störfum Alþingis heldur en þingpallar þess. Það kom stundum fyrir að maður lagði leið sína niður í bæ til að fylgjast með einhverju máli sem maður hafði áhuga á en svo kemur maður upp á palla, situr þarna nánast allslaus, símalaus, veit ekkert hvaða mál kemur næst eða hve margir eiga eftir að tala. Gefst upp, fer heim og horfir á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Pawel. Hann benti síðan á að farsímar eru ekki leyfðir á þingpöllunum en þeir eru hins vegar leyfðir í þingsal. „Ég held að fyrst að við höfum ákveðið að leyfa okkur sjálfum að vera með raftæki hérna í salnum til að geta flett upp frumvörpum eða hvað eina það er sem við gerum við þessi þá eigum við að íhuga það að þeir borgarar sem hingað kæmu til að fylgjast með gætu líka tekið með sér sín snjalltæki. Svo lengi svo tækin yrðu hljóð og fólk myndi ekki taka myndir eða þess háttar. Þannig að ég held að ef virðing Alþingis getur þolað það að þingmenn fikti í símunum sínum þá getur hún þolað það líka að gestir geri það.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Pawel fyrir að vekja athygli á hversu erfitt er að fylgjast með þingumræðum af þingpöllunum. „Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ég vil taka undir það að það þarf að bæta aðgengi fólks til að fylgjast með umræðum og geta vitað hvað er á dagskrá og hvernig mælendaskrá er ofan af þingpöllum.“Hlusta má á á ræðu Pawels hér.
Alþingi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira