Ein stærsta fimleikastjarna sögunnar seldi Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 08:00 Olga Korbut með verðlaun á ÓL 1972. Vísir/Getty Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira