Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2017 13:56 Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Vísir/Vilhelm Einungis fimmtán prósent þeirra flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi, á árunum 2004 til 2015, svöruðu könnun Félagsvísindastofnunar á stöðu flóttafólks hér á landi. Könnunin náði til 255 einstaklinga, 18 ára og eldri, en helsta ástæðan fyrir því að meirihluti þeirra svaraði ekki könnuninni var af ótta við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Tekið er fram að könnunin hafi takmarkað gildi sem mælikvarði á stöðu og líðan flóttafólks sökum lélegs svarhlutfalls. Í skýrslunni er lagt til að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd. Lagt er til að tekið verði upp nýtt samstarfsskipulag þar sem gengið er út frá aðkomu nokkurra ráðuneyta, stofnana ríkis og sveitarfélaga, og þjónustu félagasamtaka. Stærsti hluti svarenda könnunnar sagðist vera nokkuð eða mjög hamingjusamur á Íslandi. Um er að ræða 73 prósent svarenda en 83 prósent þeirra sögðust helst vilja búa á Íslandi. Þegar spurt var um upplifun flóttafólksins af fordómum kom fram að vettvangur fordóma og mismunar virtist helst vera við ráðningu í starf (46 prósent), í vinnu (47 prósent), í námi (43 prósent) og á almenningssvæðum (43 prósent). Þegar þýðir var skoðað fengust strax þær upplýsingar að flóttafólk sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á síðustu 12 árum er nær allt undir fimmtugu og því er elsti aldursflokkurinn sem birtur er í skýrslunni 46 ára og eldri. Flest flóttafólkið er búsett á suðvesturhorni landsins. Aðeins rúmlega fimmtungur býr utan höfuðborgarsvæðisins og flestir þeirra búa á Reykjanesi eða Akranesi. Í spurningum um traust til hinna ýmsu stofnana sem koma að málefnum flóttafólks kom í ljós að meirihluti svarenda þekkti ekki til Fjölmenningarseturs. Af þeim stofnunum sem spurt var um naut Rauði Krossinn mests trausts en 67% svarenda báru mikið eða mjög mikið traust til hans. Um 50% báru mikið eða mjög mikið traust til Útlendingastofnunar og lögreglunnar. Rétt rúmlega 30% báru mikið eða mjög mikið traust til félagsþjónustunnar. Aðeins 16% sögðu fjárhagsstöðu sína vera mjög góða eða góða en 70% svarenda voru með 300.000 kr. eða minna í heildartekjur á mánuði fyrir skatt. Um helmingur svarenda sagðist skilja og tala íslensku mjög eða frekar vel. Allir svarendur höfðu þó áhuga á að læra hana betur. Svör við spurningum um þörf fyrir þjónustu, um nýtingu menntunar og í athugasemdum í lok könnunarinnar benda til þess að íslenskukunnátta tengist flestum öðrum þáttum aðlögunar og að margir teldu þörf á meiri íslenskukennslu. Hægt er að skoða frekari niðurstöður hér. Flóttamenn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Einungis fimmtán prósent þeirra flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi, á árunum 2004 til 2015, svöruðu könnun Félagsvísindastofnunar á stöðu flóttafólks hér á landi. Könnunin náði til 255 einstaklinga, 18 ára og eldri, en helsta ástæðan fyrir því að meirihluti þeirra svaraði ekki könnuninni var af ótta við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Könnunin var framkvæmd vegna greiningar á þjónustu við flóttafólk sem unnin var af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið. Tekið er fram að könnunin hafi takmarkað gildi sem mælikvarði á stöðu og líðan flóttafólks sökum lélegs svarhlutfalls. Í skýrslunni er lagt til að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd. Lagt er til að tekið verði upp nýtt samstarfsskipulag þar sem gengið er út frá aðkomu nokkurra ráðuneyta, stofnana ríkis og sveitarfélaga, og þjónustu félagasamtaka. Stærsti hluti svarenda könnunnar sagðist vera nokkuð eða mjög hamingjusamur á Íslandi. Um er að ræða 73 prósent svarenda en 83 prósent þeirra sögðust helst vilja búa á Íslandi. Þegar spurt var um upplifun flóttafólksins af fordómum kom fram að vettvangur fordóma og mismunar virtist helst vera við ráðningu í starf (46 prósent), í vinnu (47 prósent), í námi (43 prósent) og á almenningssvæðum (43 prósent). Þegar þýðir var skoðað fengust strax þær upplýsingar að flóttafólk sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi á síðustu 12 árum er nær allt undir fimmtugu og því er elsti aldursflokkurinn sem birtur er í skýrslunni 46 ára og eldri. Flest flóttafólkið er búsett á suðvesturhorni landsins. Aðeins rúmlega fimmtungur býr utan höfuðborgarsvæðisins og flestir þeirra búa á Reykjanesi eða Akranesi. Í spurningum um traust til hinna ýmsu stofnana sem koma að málefnum flóttafólks kom í ljós að meirihluti svarenda þekkti ekki til Fjölmenningarseturs. Af þeim stofnunum sem spurt var um naut Rauði Krossinn mests trausts en 67% svarenda báru mikið eða mjög mikið traust til hans. Um 50% báru mikið eða mjög mikið traust til Útlendingastofnunar og lögreglunnar. Rétt rúmlega 30% báru mikið eða mjög mikið traust til félagsþjónustunnar. Aðeins 16% sögðu fjárhagsstöðu sína vera mjög góða eða góða en 70% svarenda voru með 300.000 kr. eða minna í heildartekjur á mánuði fyrir skatt. Um helmingur svarenda sagðist skilja og tala íslensku mjög eða frekar vel. Allir svarendur höfðu þó áhuga á að læra hana betur. Svör við spurningum um þörf fyrir þjónustu, um nýtingu menntunar og í athugasemdum í lok könnunarinnar benda til þess að íslenskukunnátta tengist flestum öðrum þáttum aðlögunar og að margir teldu þörf á meiri íslenskukennslu. Hægt er að skoða frekari niðurstöður hér.
Flóttamenn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira