Mikill erill hjá björgunarsveitum: Bílar fokið út af og foktjón vegna óveðurs Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 15:43 Töluverð ofankoma var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Vísir/Anton Brink Veðrið er að mestu leyti gengið niður á höfuðborgarsvæðinu en björgunarsveitarfólk er í startholunum ef á þarf að halda vegna óveðurs sem á að ná hámarki nú síðdegis á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi nú síðdegis. Búist er við því að það gangi niður um klukkan 20 í kvöld. Þó verður áfram hvasst og skafrenningur á fjallvegum á Vestfjörðum fram á nótt og ofankoma á heiðarvegum Austfjarða fram yfir miðnætti. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að um 150 til 160 björgunarsveitarfólk hafi sinnt óveðursverkefnum í dag, þar á meðal aðstoð við lokun á vegum fyrir Vegagerðina og sinnt foktjóni á Reykjanesi og á Akranesi. Þá aðstoðaði björgunarsveitarfólk ökumenn sem höfðu lent í vandræðum, þá aðallega á Kjalarnesi þar sem bílar hafa fokið út af. Hann segir að þær forvarnir sem ráðist var í, í gærkvöldi, hafi skilað sér. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðurs og til marks um það voru ferðamannastaðir nánast tómir. Var einnig gripið til lokana á vegum. Á Norðausturlandi hefur vegum í Mývatnssveit, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði verið lokað vegna óveðurs þar. Þorsteinn segir að fylgst sé grannt með gangi mála þar. „Það er hluti af viðbúnaðinum og svo er okkar fólk í startholunum ef á þarf að halda.“ Veður Tengdar fréttir Veðrið nær hámarki á Akureyri um kvöldmatarleytið Búið að bæta heldur í vind á landinu öllu. 24. febrúar 2017 13:51 Tugir hafa fest bíla sína í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins "Þessu veðri var spáð og að færð gæti spillst.“ 24. febrúar 2017 12:57 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Fylgstu með óveðrinu á gagnvirkum kortum Í dag verður vonskuveður á landinu. 24. febrúar 2017 10:02 Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Ef einhver er fastur getur hann hringt í Villa sem kemur og bjargar málunum. 24. febrúar 2017 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Veðrið er að mestu leyti gengið niður á höfuðborgarsvæðinu en björgunarsveitarfólk er í startholunum ef á þarf að halda vegna óveðurs sem á að ná hámarki nú síðdegis á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi nú síðdegis. Búist er við því að það gangi niður um klukkan 20 í kvöld. Þó verður áfram hvasst og skafrenningur á fjallvegum á Vestfjörðum fram á nótt og ofankoma á heiðarvegum Austfjarða fram yfir miðnætti. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að um 150 til 160 björgunarsveitarfólk hafi sinnt óveðursverkefnum í dag, þar á meðal aðstoð við lokun á vegum fyrir Vegagerðina og sinnt foktjóni á Reykjanesi og á Akranesi. Þá aðstoðaði björgunarsveitarfólk ökumenn sem höfðu lent í vandræðum, þá aðallega á Kjalarnesi þar sem bílar hafa fokið út af. Hann segir að þær forvarnir sem ráðist var í, í gærkvöldi, hafi skilað sér. Sendar voru út viðvaranir á þrjú þúsund viðbragðsaðila í gær vegna veðurs og til marks um það voru ferðamannastaðir nánast tómir. Var einnig gripið til lokana á vegum. Á Norðausturlandi hefur vegum í Mývatnssveit, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði verið lokað vegna óveðurs þar. Þorsteinn segir að fylgst sé grannt með gangi mála þar. „Það er hluti af viðbúnaðinum og svo er okkar fólk í startholunum ef á þarf að halda.“
Veður Tengdar fréttir Veðrið nær hámarki á Akureyri um kvöldmatarleytið Búið að bæta heldur í vind á landinu öllu. 24. febrúar 2017 13:51 Tugir hafa fest bíla sína í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins "Þessu veðri var spáð og að færð gæti spillst.“ 24. febrúar 2017 12:57 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Fylgstu með óveðrinu á gagnvirkum kortum Í dag verður vonskuveður á landinu. 24. febrúar 2017 10:02 Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Ef einhver er fastur getur hann hringt í Villa sem kemur og bjargar málunum. 24. febrúar 2017 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Veðrið nær hámarki á Akureyri um kvöldmatarleytið Búið að bæta heldur í vind á landinu öllu. 24. febrúar 2017 13:51
Tugir hafa fest bíla sína í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins "Þessu veðri var spáð og að færð gæti spillst.“ 24. febrúar 2017 12:57
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02
Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Ef einhver er fastur getur hann hringt í Villa sem kemur og bjargar málunum. 24. febrúar 2017 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. 24. febrúar 2017 09:56