Minnst átta eru látnir og tuttugu særðir eftir enn eina sprengjuárásina í Pakistan. Nú í morgun var gerð árás í Lahore í austurhluta landsins. Lögreglan segir að sprengju hafi verið komið fyrir í ríku hverfi borgarinnar. Minnst 130 hafa fallið í á árásum í landinu á undanförnum vikum og hundruð hafa særst.
Mismunandi samtök og hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á nýjustu árásinni.
Hverfinu þar sem sprengingin varð var lokað af lögreglu á meðan sökudólgsins var leitað. Samkvæmt frétt Reuters telur lögreglan að sprengjan hafi verið tímastillt eða fjarstýrð.
Í síðustu árásinni í Lahore, sem gerð var þann 13. febrúar, dóu minnst fimmtán manns. Stærsta árás síðustu vikna var í Sindh-héraði þar sem 90 manns féllu.
Enn ein sprengjuárásin í Pakistan

Tengdar fréttir

Sprengdi sig í loft upp meðal mótmælenda
Minnst ellefu eru látnir og fjölmargir eru særðir í Lahore í Pakistan.

ISIS felldi sjötíu í Pakistan
Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði.

Þrjátíu fórust í sprengjuárás í Pakistan
Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í fjölmenni fyrir utan heldidóm Súfista í suðurhluta Pakistans í dag.

39 drepnir í aðgerðum pakistanskra yfirvalda
Pakistönsk yfirvöld hafa staðið í störngu í kjölfar sprengjuárásar gærdagsins í Sehwan þar sem áttatíu manns fórust.