Fótbolti

Guardiola: Sókn, sókn, sókn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola gefur skipanir á hliðarlínunni.
Guardiola gefur skipanir á hliðarlínunni. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, var létt eftir 5-3 sigur sinna manna á Monaco í ótrúlegum leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Það var margt sem gekk á en við vorum heppnir. Ungu og gömlu leikmennirnir í liðinu spiluðu stórkostlega,“ sagði Guardiola í leikslok.

„Þessi reynsla mun koma okkur til góða í framtíðinni. Monaco á sér lengri sögu í þessari keppni og þú þarft svona reynslu til að læra og bæta þig. Það getur allt gerst í Mónakó og við þurfum að skora mörk.“

Varnarleikur liðanna í leiknum í kvöld var ekki til útflutnings. Sóknarleikurinn var hins vegar frábær.

„Við hugsum út frá sókninni. Sókn, sókn, sókn. Monaco skorar mikið og sækir á mörgum mönnum. Þeir eru líkamlega sterkir og með topp lið. Þess vegna eru þeir efstir heima fyrir,“ sagði Guardiola.

„Þetta eru ágætis úrslit. Þau gætu verið betri og gætu verið verri en svona er þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×