Er þetta í lagi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun