For Honor: Æskudraumur uppfylltur Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 08:45 Nokkrar af hetjum For Honor að vera ófrýnilegar. Ubisoft Mér finnst eins og ég hafi verið að bíða eftir For Honor í mörg ár. Víkingar, riddarar og samurai-ar takast á með flottum og hættulegum vopnum í skemmtilega hönnuðu umhverfi. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að bardagakerfi leiksins er stórgott.Ubisoft gaf bardagakerfi For Honor nafnið: „The Art of Battle“ og það á vel við. (Smá kennslumyndband) Öll möguleg brögð eiga sér mótsvar og það er nauðsynlegt að vera vel á tánum og að vera óútreiknanlegur í sókn. Gleymist vörnin í augnablik er mest allur hluti lífs spilara farinn eða þeir dauðir. Það þýðir lítið að ýta eins marga takka og hægt er á eins skömmum tíma og spilarar ráða við. Sú leið liggur eingöngu í átt að tapi og dauða. Það skiptir sérstaklega miklu máli að vanda sig í einvígum. Spilarar þurfa einnig að passa sig á umhverfi sínu, þar sem það getur reynst erfitt að sveifla stórum vopnum í þröngum göngum og að hægt er að kasta fólki á gadda á veggjum og fram af brúnum. Það er bara verst hvað ég er lélegur í þessu öllu saman.For Honor er að mestu leyti fjölspilunarleikur en hann býður þó upp á einspilun einnig. Hvort sem það er að spila sig í gegnum sögu leiksins eða berjast í einvígum gegn tölvunni. Saga leiksins gefur áhugaverða mynd af leiknum og er vel útfærð og sérstaklega vel talsett. Sagan virkar þó best til að læra á mismunandi hetjur For Honor og er í raun að mestu þjálfun fyrir fjölspilunina. Fjölspilunarmöguleikarnir eru fimm, en þeir snúast allir um að annað hvort drepa óvini í einvígum eða allt að átta manna bardögum), eða drepa alla óvini og halda ákveðnum svæðum á meðan liðin safna stigum til þess að vinna orrusturnar. Sá möguleiki heitir Dominion.Riddari tekst á við tvo Samurai.UbisoftSpilunarmöguleikarnir mættu vera fleiri, sérstaklega varðandi endingu á leiknum og vonandi verða þeir fleiri á endanum. Það er bara spurning hvort og hvað viðbætur við leikinn munu kosta. Bardagakerfi For Honor er hins vegar svo gott að það gerist alltaf eitthvað nýtt og aðstæður bardaganna sem maður lendir í eru aukaatriði. Maður lendir þó í ákveðnum vandræðum með bardagakerfið þegar maður mætir fleiri en einum andstæðingi í einu. Einhverjar fregnir hafa borist af vefþjónavandræðum hjá Ubisoft og að fólk hafi lent í vandræðum við að tengjast leikjum. Ég slapp þó blessunarlega við slíkt vesen. Í For Honor eru tólf mismunandi hetjur sem skipt er niður á fylkingarnar þrjár. Hetjurnar eru svipaðar á milli fylkinga en bjóða þó upp á mismunandi spilunarmöguleika, bardaga og taktík. Hægt er að uppfæra hetjurnar með betri búnaði en það virkar eingöngu í Dominion. Ekki í einvígum.Það vakti athygli mína að víkingarnir tala helling af íslensku og gera það vel. Það má heyra þá garga hinar skemmtilegust setningar í miðjum orrustum. Til dæmis: „Ég ríf þig í bita!“ Það er gaman. Þá er mjög gaman að spila For Honor með vinum sínum. Það er líka eitthvað sem er svo rosalega gaman við að víkingar, riddarar og samurai séu að berjast sín á milli. Eins og eitthvað sem maður lék sér með sem krakki. Útlit leiksins, hljóð og talsetning virkar allt til þess að uppfylla einhvers konar æskuóskir og þetta kemur bara frábærlega út. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Mér finnst eins og ég hafi verið að bíða eftir For Honor í mörg ár. Víkingar, riddarar og samurai-ar takast á með flottum og hættulegum vopnum í skemmtilega hönnuðu umhverfi. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að bardagakerfi leiksins er stórgott.Ubisoft gaf bardagakerfi For Honor nafnið: „The Art of Battle“ og það á vel við. (Smá kennslumyndband) Öll möguleg brögð eiga sér mótsvar og það er nauðsynlegt að vera vel á tánum og að vera óútreiknanlegur í sókn. Gleymist vörnin í augnablik er mest allur hluti lífs spilara farinn eða þeir dauðir. Það þýðir lítið að ýta eins marga takka og hægt er á eins skömmum tíma og spilarar ráða við. Sú leið liggur eingöngu í átt að tapi og dauða. Það skiptir sérstaklega miklu máli að vanda sig í einvígum. Spilarar þurfa einnig að passa sig á umhverfi sínu, þar sem það getur reynst erfitt að sveifla stórum vopnum í þröngum göngum og að hægt er að kasta fólki á gadda á veggjum og fram af brúnum. Það er bara verst hvað ég er lélegur í þessu öllu saman.For Honor er að mestu leyti fjölspilunarleikur en hann býður þó upp á einspilun einnig. Hvort sem það er að spila sig í gegnum sögu leiksins eða berjast í einvígum gegn tölvunni. Saga leiksins gefur áhugaverða mynd af leiknum og er vel útfærð og sérstaklega vel talsett. Sagan virkar þó best til að læra á mismunandi hetjur For Honor og er í raun að mestu þjálfun fyrir fjölspilunina. Fjölspilunarmöguleikarnir eru fimm, en þeir snúast allir um að annað hvort drepa óvini í einvígum eða allt að átta manna bardögum), eða drepa alla óvini og halda ákveðnum svæðum á meðan liðin safna stigum til þess að vinna orrusturnar. Sá möguleiki heitir Dominion.Riddari tekst á við tvo Samurai.UbisoftSpilunarmöguleikarnir mættu vera fleiri, sérstaklega varðandi endingu á leiknum og vonandi verða þeir fleiri á endanum. Það er bara spurning hvort og hvað viðbætur við leikinn munu kosta. Bardagakerfi For Honor er hins vegar svo gott að það gerist alltaf eitthvað nýtt og aðstæður bardaganna sem maður lendir í eru aukaatriði. Maður lendir þó í ákveðnum vandræðum með bardagakerfið þegar maður mætir fleiri en einum andstæðingi í einu. Einhverjar fregnir hafa borist af vefþjónavandræðum hjá Ubisoft og að fólk hafi lent í vandræðum við að tengjast leikjum. Ég slapp þó blessunarlega við slíkt vesen. Í For Honor eru tólf mismunandi hetjur sem skipt er niður á fylkingarnar þrjár. Hetjurnar eru svipaðar á milli fylkinga en bjóða þó upp á mismunandi spilunarmöguleika, bardaga og taktík. Hægt er að uppfæra hetjurnar með betri búnaði en það virkar eingöngu í Dominion. Ekki í einvígum.Það vakti athygli mína að víkingarnir tala helling af íslensku og gera það vel. Það má heyra þá garga hinar skemmtilegust setningar í miðjum orrustum. Til dæmis: „Ég ríf þig í bita!“ Það er gaman. Þá er mjög gaman að spila For Honor með vinum sínum. Það er líka eitthvað sem er svo rosalega gaman við að víkingar, riddarar og samurai séu að berjast sín á milli. Eins og eitthvað sem maður lék sér með sem krakki. Útlit leiksins, hljóð og talsetning virkar allt til þess að uppfylla einhvers konar æskuóskir og þetta kemur bara frábærlega út.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira