Orri Freyr: Æfum spennustigið til að koma í veg fyrir að menn æli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn