Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 08:36 Maðurinn millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. vísir/anton brink. Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Sjá meira
Velskum kennara sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump.„Ég trúði ekki því sem var að gerast“Í umfjöllun Guardian um málið segir að bæði samstarfsmönnum Miah og nemendum hans hafi verið mjög brugðið þegar hann var færður frá borði í Keflavík. Miah segir að skömmu áður en vélin hafi átt að fara í loftið hafi starfsmaður komið til hans sem sagði honum að hann gæti ekki farið um borð í vélina. „Allir störðu á mig. Á meðan ég var að ná í farangurinn minn voru krakkarnir og samstarfsmenn mínir mjög ringlaðir. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Það var verið að fylgja mér út. Mér leið eins og glæpamanni, ég gat ekki talað, ég var bara orðlaus,“ segir Miah. Það var farið með hann á hótel en lýsingar Miah á dvölinni þar eru ófagrar.Hafa óskað eftir útskýringum á málinu „Ég beið í tvo tíma í herberginu. Það var hræðilegt. Rúmfötin voru götótt, það var skítugur poki undir rúminu og loftljósið virkaði ekki heldur bara lampinn. Batteríið í símanum mínum var að klárast svo ég fór og kíkti á ferðatöskuna mína. Þá sá ég að hengilásinn á henni var horfinn. Ég var svo hræddur að ég borðaði hvorki né svaf í tvo daga,“ segir Miah. Vinnuveitandi Miah hefur óskað eftir útskýringum frá sendiráði Bandaríkjanna í London á því hvers vegna honum var meinað að ferðast til landsins. Þá hyggjast velskir stjórnmálamenn beita sér í málinu en á vef Guardian er haft eftir vinnuveitanda Miah að hann sé breskur ríkisborgari og ekki með tvöfalt ríkisfang. Þá hafi hann verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Donald Trump Tengdar fréttir Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Sjá meira
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59