Mjög sárt þegar allir fluttu burt úr Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2017 20:45 Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45