Óvænt risaskipti í NBA-deildinni | Vandræðabarnið orðið Pelíkani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 DeMarcus Cousins. Vísir/AP DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara. NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara.
NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira