FBI býr sig undir að finna uppljóstrara Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 11:30 Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa. WikiLeaks Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa.
WikiLeaks Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira