FBI býr sig undir að finna uppljóstrara Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 11:30 Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa. WikiLeaks Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa.
WikiLeaks Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira