Upprætum kynskiptan vinnumarkað Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Uppræting hins kynskipta vinnumarkaðar er eitt af stóru verkefnunum í baráttunni fyrir jafnri stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamun kynjanna, sem er mikil kynjaskipting á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum. Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn samfélagsins og einstaklinganna hefur talsverð áhrif á náms- og starfsval ungra kvenna og karla. Þegar við horfum á börnin okkar og barnabörnin vaxa úr grasi erum við örugglega öll sammála því að þessu unga fólki séu allir vegir færir. Að allir hafi möguleika til að gera það sem þeir vilja í lífinu. Það sem hins vegar gleymist í umræðunni er sú staðreynd að náms- og starfsval stýrist meðal annars af kynferði einstaklinga. Ef þeir sem starfa í ákveðinni starfsstétt eru að miklum meirihluta af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarka frelsi einstaklingsins. Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum stigum skólakerfisins og á vinnumarkaðnum í heild til að breyta þessu. Því vil ég fagna framtakinu #kvennastarf sem er átak í niðurbroti úreltra hugmynda um náms- og starfsval kynjanna og til að benda ungu fólki á möguleikana sem eru fólgnir í fjölbreyttu náms- og starfsvali. Það er þó einnig vert að benda á mikilvægi foreldra í þessum efnum. Rannsóknir sýna að foreldrar hafa mikil áhrif á náms- og starfsval. Í sumum tilfellum geta þeir verið aðaláhrifavaldurinn. Það er mikilvægt að stuðningur sé fyrir hendi þegar börnin okkar vilja fara óhefðbundnar leiðir og ekki síður að þau séu upplýst um alla náms- og starfsmöguleika. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar