Skipverji fjarri öðrum föngum Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2017 06:00 Í fangelsinu að Hólmsheiði eru nú 26 fangar. Þeim er skipt upp á deildir en Thomas Møller Olsen er einn á deild. Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira