Sport

Aníta og amman glaðar í Leifsstöð | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir fékk hlýjar móttökur í Leifsstöð í dag.

Þar tók Frjálsíþróttasamband Íslands, ÍR-ingar, vinir og frændfólk á móti Anítu við komuna frá Belgrad þar sem hún vann til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM innanhúss.

„Þetta er kannski skemmtilegur dagur en svolítið þreyttur,“ sagði Aníta í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð.

Aníta segist ekki hafa verið úti alla nóttina að skemmta sér.

„Nei, við flugum svo snemma. En við fórum aðeins til að sýna okkur og sjá aðra,“ sagði Aníta.

Arnar ræddi einnig við ömmu Anítu, Önnu Guðmundsdóttir, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Aníta vann bronsverðlaun á EM

Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×