Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 14:25 Lögreglan telur að Ri Jong Chol hafi komið að morðinu, en geta ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu og hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu. Vísir Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja. Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja.
Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00