Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 92-85 | Rosalega mikilvægur sigur hjá Þór Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. mars 2017 21:45 Tryggvi Hlinason er lykilmaður í liði Þórs. Vísir Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þór frá Akureyri steig stórt skref í átt að úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld eftir sjö stiga sigur á Njarðvík, 92-85, í lokaleik 20. umferðar í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru með 20 stig ásamt þremur öðrum liðum í fimmta til áttunda sæti deildarinnar. Njarðvíkingar sitja eftir í níunda sæti með 18 stig en eru núna verri innbyrðis á móti flestum liðum í kringum sig. Þórsarar byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 48-36, en Njarðvíkingum tókst að jafna leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í fjórða leikhluta en heimamenn voru sterkari í lokin og tryggðu sér rosalega mikilvægan sigur. George Beamon skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Þór í kvöld og Darrel Keith Lewis var með 24 sig. Tryggvi Snær Hlinason bætti við 14 stigum og 8 fráköstum og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 10 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Myron Dempsey var með 18 stig. Björn Kristjánsson skoraði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson var með 13 stig.Af hverju vann Þór? Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik og leiða leikinn með tólf stigum í leikhléi. Þeir mættu hinsvegar seint til leiks í síðari hálfleik sem hleypti gestunum inn í leikinn og vel það. Síðasti leikhluti var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni. Í raun hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var en mögulega fór of mikil orka í þriðja leikhlutann hjá Njarðvíkingum og því áttu heimamenn meira eftir á tanknum. Þá verður að minnast á atvinnumenn Njarðvíkinga sem bregðast liðinu sínu í tvígang í fjórða leikhluta. Jeremy Atkinson og Myron Dempsey sóttu sér báðir tæknivillu á afar barnalegan hátt á mikilvægum augnablikum í leiknum.Bestu menn vallarins Þegar upp var staðið má segja að George Beamon hafi verið munurinn á annars afar jöfnum liðum Þórs og Njarðvíkur í kvöld. Beamon lýkur leik sem langstigahæsti maður vallarins með 33 stig og tekur þar að auki 13 fráköst. Þegar Þórsarar voru í vandræðum leituðu þeir til hans og hann svaraði oftast kallinu. Spilaði hverja einustu sekúndu leiksins í þokkabót. Þó Ragnar Helgi Friðriksson hafi aðeins skilað tveim stigum á töfluna gaf hann 10 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik Þórs reglulega vel. Njarðvík vantaði mann sem þeir gátu leitað til þegar þeir voru í vandræðum. Logi Gunnarsson átti sína spretti og sama má segja um Björn Kristjánsson og Myron Dempsey.Hvað gekk illa? Þórsarar voru á löngum köflum í algjöru rugli varnarlega, þá sérstaklega þegar kom að fráköstum enda taka Njarðvíkingar alls átján sóknarfráköst í leiknum. Hefðu þeir hitt á Njarðvíkinga í aðeins betra formi í skotunum sínum hefði það getað reynst dýrkeypt.Tölfræði sem vakti athygli Þórsarar fara tuttugu og átta sinnum á vítalínuna en það skilar þeim þó aðeins fjórtán stigum. Njarðvíkingar eru sömuleiðis með 50% vítanýtingu en þeir skora úr fimm af tíu vítaskotum sínum.Benedikt: Brjálaður yfir byrjuninni í síðari hálfleik Það var engu líkara en þungu fargi væri létt af Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs, í leikslok. „Þetta eru gríðarlega mikilvæg tvö stig sem eiga eftir að telja gríðarlega í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Mér fannst við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik en ég er brjálaður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Það er algjörlega úti í hött hvernig við nálgumst þriðja leikhluta. Við þurftum að hafa fyrir því að ná taktinum aftur en sem betur fer tókst það," segir Benedikt sem á erfitt með að átta sig á því af hverju leikmenn hans léku jafn illa og raun bar vitni í upphafi síðari hálfleiks. „Ég skil þetta ekki. Við vorum búnir að vera að tala um að stíga út skotmann. Ég eyddi hálfleiknum mínum í að tala um þetta og í fyrstu sókn stígur kaninn minn ekki út og þeir ná enn einu sóknarfrákastinu. Ég á eftir að pirra mig eitthvað á þessu í kvöld en ég verð líka að hrósa mínum leikmönnum fyrir góðar 30 mínútur hérna í kvöld." George Beamon var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í kvöld. „Það er langt síðan hann hefur spilað jafn vel sóknarlega. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu. Hann er búinn að vera ekki nógu öflugur í sókninni í mörgum leikjum. Ég geri miklar kröfur til minna erlendu leikmanna. Hann er duglegur í vörninni en þarf oft að vera klárari," segir Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn