Formaður dómaranefndar: Aldrei verið rætt um Ara á Facebook Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 13:30 Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær.Þar kvartaði Ari sáran undan dómurum leiksins og sagðist ekki fá sömu meðferð og aðrir þjálfarar í deildinni. „Ég set út á dóma í upphafi leiks og fæ strax aðvörun um að haga mér. Svo sé ég Leif taka utan um Inga á leiðinni inn í klefa í hálfleik þegar hann er að kvarta. Ég vill bara fá sömu meðferð og aðrir, ég veit alveg hvað þeir eru að tala um í spjallinu sínu á Facebook. Ég fæ ekki það sama og aðrir þjálfarar,“ sagði Ari meðal annars í viðtali við Vísi í gær. Harðar ásakanir hjá Ara sem gætu dregið dilk á eftir sér. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ari er ósáttur. Ég hef ekki séð leikinn og veit ekki hvað gerðist. Það voru reyndir menn þarna og gætu hafa gert mistök. Það gerist í öllum leikjum,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, en hvað voru dómarar að tala um Ara á Facebook? „Ég veit ekki hvað Ari er að fara þarna. Á því spjallsvæði sem ég er inn á man ég ekki eftir að það hafi verið minnst á Ara Gunnarsson. Ég veit ekki hvað hann er að í vísa í þar.“ Ari kvartaði einnig yfir því að Leifur Garðarsson dómari hefði tekið utan um Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, er Ingi var að kvarta í honum í hálfleik. „Ég skil ekki tilfinningar allra. Ég man er ég var að dæma að menn hlustuðu betur ef maður snerti þá. Þeir virtust ekki heyra annars. Þetta er bara svona klassískt hjá dómara að segja þjálfara að slaka á. Ég sé ekki stórmálið þarna.“ Að ofan má sjá viðtalið við Ara frá í gær.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. 1. mars 2017 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45
Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. 2. mars 2017 13:00