Segja drög að frumvarpi um rafrettur illa undirbúin og skorta rök Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2017 21:58 "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Vísir/Getty „Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk. Rafrettur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi um rafrettur. Félagið telur skorta rök fyrir „viðurhlutamiklu inngripi í athafnafrelsi fólks, sem felist í banni við notkun rafretta á tilteknum stöðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. FA hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drögin. Þar bendir félagið á að með frumvarpinu eigi að innleiða hluta af tilskipun Evrópusambandsins. „Engin greinargerð fylgi hins vegar frumvarpsdrögunum og því sé engin leið að sjá hvaða greinar frumvarpsins eigi rætur að rekja til Evróputilskipunar. Félagið rifjar upp og tekur undir nýlega gagnrýni ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, sem átelur að við samningu lagafrumvarpa sem varða regluverk atvinnulífsins sé greiningu á hugsanlegum íþyngjandi áhrifum reglna mjög ábótavant.“ Í öðru lagi segir félagið að mjög skiptar skoðanir séu um rafsígarettur, meðal annars meðal lækna. „Telur FA að afstaða ráðuneytisins verði að byggja á haldbærum rökum þar sem vísindaleg gögn um rafsígarettur og áhrif þeirra eru lögð til grundvallar,“ segir í umsögninni. „Lýðheilsurök eru fyrir því að notkun rafsígarettna afstýri heilsutjóni, með því að reykingamenn hætti að reykja og færi sig yfir í notkun þeirra í staðinn. Jafnframt eru rök fyrir því að það kunni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu að ungt fólk sem byrjar að fikta við rafsígarettur leiðist síðar út í tóbaksreykingar. Ekkert hefur komið fram um það hvernig þessi rök voru vegin saman áður en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu sem fram kemur í frumvarpinu.“ Þá gagnrýnir félagið að lagt sé til að sömu takmarkanir verði á notkun rafsígaretta og reyktóbaks og óheimilt að nota þær á tilteknum stöðum. „Bann á tiltekinni háttsemi er viðurhlutamikið inngrip í athafnafrelsi manna sem verður að byggja á fullnægjandi gögnum. Varla er ástæða til að banna notkun rafsígaretta í tilteknum rýmum nema sýnt sé fram á að hún valdi fólki í rýminu sambærilegum skaða og tóbaksreykingar. Þá má velta því upp hvaða rök standi til þess að hindra sýnileika rafsígaretta og áfyllingaríláta í verslunum, eins og lagt er til í 5. gr. frumvarpsins, meðan t.d. nikótíntyggjó, sem gegnir sama hlutverki þ.e. að aðstoða fólk við að hætta að reykja, er sýnilegt viðskiptavinum. Hér líkt og í öðrum málum verður að gæta jafnræðis og meðalhófs.“ Loks fer FA fram á að verði frumvarpsdrögin að lögum verði gefinn mun lengri aðlögunartími fyrir innflytjendur og seljendur rafsígaretta en þar er gert ráð fyrir, svo fyrirtækin geti gert áætlanir í samræmi við nýtt regluverk.
Rafrettur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira