
Í nafni samstöðu
Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi.
Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt.
Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.
Snúum bökum saman
Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi.
Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan.
Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar