Í nafni samstöðu Ellert B. Schram skrifar 1. mars 2017 07:00 Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar