Mætti með bjór í stúkuna og setti út á holdafar liðsmanns Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 15:48 Keflavík lagði Val á heimavelli í gær.Myndin er úr eldri leik. vísir/myndasafn Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017 Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira