Menntastefna í mótun Skúli Helgason skrifar 16. mars 2017 07:00 Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun