Stólarnir mega helst ekki sjá þessa tölfræði fyrir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 08:00 Vísir/Anton Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík) Dominos-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík)
Dominos-deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira