Fótbolti

Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wes Morgan og Wilfred Ndidi fagna sigri í leikslok.
Wes Morgan og Wilfred Ndidi fagna sigri í leikslok. Vísir/Getty
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Wes Morgan skoraði fyrra markið í fyrri hálfleiknum og var aðalmaðurinn í vörninni sem fyrr. Leicester vann þar sem 3-2 samanlagt og enn einn sigurinn undir stjórn Craig Shakespeare

„Þetta er ótrúlegt. Ég trúi þessu varla. Við erum nýliðar í Meistaradeildinni og bjuggumst ekki við að komast svona langt. En hér erum við,“ sagði Wes Morgan við BT Sport eftir leikinn.

„Þetta hlýtur að vera eitt besta kvöldið í sögu félagsins. Ég veit ekki hvort við getum þetta aftur en við gerðum þetta í kvöld. Við sýndum að margir höfðu rangt fyrir sér með okkar lið og gerðum hið ómögulega aftur,“ sagði Wes Morgan.

„Við tökum bara því liði sem við fáum. Þetta er frábært kvöld fyrir Leicester. Við verðum samt að einbeita okkur áfram að deildinni en við munum njóta þessarar stundar í kvöld,“ sagði Morgan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×