Vaxtalækkun er knýjandi Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. mars 2017 07:00 Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun