Hann fer með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Hunter Street sem frumsýndir voru á bandarísku barnastöðinni Nickelodeon í gærkvöldi.
Þættirnir fjalla um fimm fósturbörn sem búsett eru í Amsterdam. Einn daginn hverfa fósturforeldrarnir og þurfa börnin að leysa ráðgátuna um hvað varð um þau. Þorsteinn fer með hlutverk Max, sem er nýjasti meðlimur fjölskyldunnar.
Nickelodeon er ein stærsta sjonvarpsstöð Bandaríkjanna og hefur hún verið starfrækt frá árinu 1977. Hennar aðal markhópur eru börn á aldrinum 8-17 ára og framleiðir hún þætti á við Teenage Mutant Ninja Turtles og Svamp Sveinsson.
Stony varð fyrst þekktur þegar myndbönd hans á youtube vöktu athygli hjá Pepsi, se varð til þess að hann lék í auglýsingu fyrir þá. Síðan þá hefur hann gefið út eigin tónlist, unnið með Glowie og leikið í þáttaröðinni Casual sem streymisveitan Hulu gaf út.
Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.

