Leonard skoraði 31 stig í nótt er liðið vann sannfærandi sigur á Atlanta. Eftir sigurinn er Spurs komið upp að hlið Golden State Warriors en þau eru með besta árangurinn í deildinni. 52 sigrar og 14 töp.
Eftir fimm tapleiki í röð náði Chicago Bulls loksins að vinna leik. Jimmy Butler með 23 stig þar.
Úrslit:
Charlotte-Chicago 109-115
Toronto-Dallas 100-78
Memphis-Milwaukee 113-93
San Antonio-Atlanta 107-99
Minnesota-Washington 119-104
Utah-LA Clippers 114-108
Sacramento-Orlando 120-115
Denver-LA Lakers 129-101
Staðan í deildinni.