Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 18:30 Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira