Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 16:00 Rússar hafa tilkynnt um þátttöku sína í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Kænugarði í Úkraínu í maí næstkomandi. Mikil óvissa hafði verið um mögulega þátttöku Rússa í keppninni í ár en þeir voru heldur óánægðir með niðurstöðu keppninnar í fyrra.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Julia Samoilova verði fulltrúi Rússa í Kænugarði þar sem hún mun flytja lagið Flame is Burning. BBC segir það hins vegar flækja málin að Samoilova hafi að eigin sögn komið fram á tónleikum á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið, sem áður tilheyrði Úkraínu, árið 2014. Öryggislögreglan í Úkraínu hefur sett 140 rússneska listamenn á svartan listan en BBC segir Samoilova ekki á þeim lista. Hún hefur sjálf staðfest að hafa sungið á Krímskaga árið 2015.Miklar deilur vegna Krímskaga Rússland og Úkraína hafa átt í miklum deilum frá því Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum. Talskona úkraínsku öryggislögreglunnar, Olena Gitlyanska, sagði á Facebook að öryggislögreglan myndi skoða mál Samoilova og taka yfirvegaða ákvörðun þess efnis hvort hún fái að stíga á svið í Úkraínu. Dimitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði við rússnesku fréttaveituna TASS að val Rússa á Samoilova væri ekki einhverskonar ögrun í garð Úkraínumanna. „Við viljum reyna að forðast alla pólitík í Eurovision. Við teljum það algjörlega óásættanlegt þegar litið er til þróunar á þessari alþjóðlegu keppni,“ er haft eftir Peskov. Rússar tilkynntu Samoilova sem fulltrúa sinn í ríkissjónvarpi þeirra í gær, einum degi áður en fresturinn til að skila umsókn um þátttöku rann út.Ósáttir við sigurlagið í fyrra BBC segir þingmenn í Rússlandi og þarlenda listamenn hafa kallað eftir því að Rússar taki ekki þátt í Eurovision í ár vegna sigurs Úkraínu. Rússar höfðu farið fram á að laginu 1944, sem söngkonan Jamala flutti, yrði vísað úr keppni vegna þess að það inniheldur pólitískan boðskap, sem er bannaður samkvæmt reglum Eurovision.Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Lag Jamölu, 1944, fjallaði um Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði sem Rússar stóðu fyrir undir stjórn Joseph Stalin. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Hefur notað hjólastól frá barnæsku Fulltrúi Rússa í ár, Samoilova, er á 27. aldursári en hún hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vaxandi vöðvarýrnunar. Hún komst í úrslit X Factor í Rússlandi árið 2013 og söng á opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014. Hún keppir í seinni undanriðli Eurovision fimmtudagskvöldið 11. maí næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Rússar hafa tilkynnt um þátttöku sína í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Kænugarði í Úkraínu í maí næstkomandi. Mikil óvissa hafði verið um mögulega þátttöku Rússa í keppninni í ár en þeir voru heldur óánægðir með niðurstöðu keppninnar í fyrra.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Julia Samoilova verði fulltrúi Rússa í Kænugarði þar sem hún mun flytja lagið Flame is Burning. BBC segir það hins vegar flækja málin að Samoilova hafi að eigin sögn komið fram á tónleikum á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið, sem áður tilheyrði Úkraínu, árið 2014. Öryggislögreglan í Úkraínu hefur sett 140 rússneska listamenn á svartan listan en BBC segir Samoilova ekki á þeim lista. Hún hefur sjálf staðfest að hafa sungið á Krímskaga árið 2015.Miklar deilur vegna Krímskaga Rússland og Úkraína hafa átt í miklum deilum frá því Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum. Talskona úkraínsku öryggislögreglunnar, Olena Gitlyanska, sagði á Facebook að öryggislögreglan myndi skoða mál Samoilova og taka yfirvegaða ákvörðun þess efnis hvort hún fái að stíga á svið í Úkraínu. Dimitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði við rússnesku fréttaveituna TASS að val Rússa á Samoilova væri ekki einhverskonar ögrun í garð Úkraínumanna. „Við viljum reyna að forðast alla pólitík í Eurovision. Við teljum það algjörlega óásættanlegt þegar litið er til þróunar á þessari alþjóðlegu keppni,“ er haft eftir Peskov. Rússar tilkynntu Samoilova sem fulltrúa sinn í ríkissjónvarpi þeirra í gær, einum degi áður en fresturinn til að skila umsókn um þátttöku rann út.Ósáttir við sigurlagið í fyrra BBC segir þingmenn í Rússlandi og þarlenda listamenn hafa kallað eftir því að Rússar taki ekki þátt í Eurovision í ár vegna sigurs Úkraínu. Rússar höfðu farið fram á að laginu 1944, sem söngkonan Jamala flutti, yrði vísað úr keppni vegna þess að það inniheldur pólitískan boðskap, sem er bannaður samkvæmt reglum Eurovision.Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Lag Jamölu, 1944, fjallaði um Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði sem Rússar stóðu fyrir undir stjórn Joseph Stalin. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Hefur notað hjólastól frá barnæsku Fulltrúi Rússa í ár, Samoilova, er á 27. aldursári en hún hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vaxandi vöðvarýrnunar. Hún komst í úrslit X Factor í Rússlandi árið 2013 og söng á opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014. Hún keppir í seinni undanriðli Eurovision fimmtudagskvöldið 11. maí næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið