Tveimur leikjum er nýlokið í Olís-deild karla en Grótta gerði sér lítið fyrir og vann Hauka, 29-27, í Hafnarfirðinum.
Staðan í hálfleik var 18-14 fyrir Haukum en Gróttumenn komu heldur betur sterkir inn í leikinn í þeim síðari og náðu að vinna leikinn.
Ivan Ivkovic skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Aron Dagur Pálsson var einnig frábær í liði Gróttu sem skoraði níu mörk.
Akureyri vann góðan sigur á Val, 22-20, í KA-heimilinu og heldur betur mikilvægur sigur fyrir heimamenn.
Mindaugas Dumcius skoraði sex mörk fyrir Akureyri í dag en staðan var 11-11 í hálfleik. Orri Freyr Gíslason var með fjögur mörk fyrir Val. Akureyri er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar en liðið getur heldur betur bjargað sér núna.
