Tekist á um mislæg gatnamót: „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út af kortinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2017 14:51 Jón Gunnarsson og Hjálmar Sveinsson Vísir Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“ Skipulag Víglínan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“
Skipulag Víglínan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent