Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens.
Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar.
Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield.
Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni.
Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið.
Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti).
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.

Flest stig í leik:
1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4
3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3
4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1
5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5
6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8
7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1
8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9
9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8
10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3
Flest fráköst í leik:
1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6
3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8
4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1
5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7
6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3
Flestar stoðsendingar í leik:
1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8
2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6
3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2
4. Emil Barja, Haukar - 5,6
5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3
6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2
Flestir stolnir boltar í leik:
1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82
2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15
3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09
4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05
5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95
Flest varin skot í leik:
1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73
2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71
3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36
4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32
5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27
Hæsta framlag í leik:
1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0
2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5
3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3
4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9
5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8
6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9
7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4
8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9
9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7
10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1
11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0
12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1
13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0
14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4
15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2
16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18
17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4
18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2
18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2
20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9